Hunds- og kattartrýnin

Um síðustu helgi skrifaði Guðni Ágústsson í Morgunblaðið um breytta hegðun manna þegar kæmi að umgengni við gæludýr. Mikið er ég sammála honum. Undrast hvernig þetta gat orðið svona hjá þjóð sem er hreinlát dagfarslega, allir í sturtu að morgni, þvo fötin sín (allt of ) oft  o.s.frv. Skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér þvínæst að kyssa rass á hundi eða ketti eða fá bragð af skít eða hlandi á varir sínar? Gæludýraeigendum hlýtur að vera ljóst í hverju trýni krúttanna þeirra lenda eða hvert þau leita. Hvernig stendur á þessari hreinlætisþversögn í þjóðfélagi þar sem margir leita allra leiða til að efla heilbrigði og hreysti?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband