Kristín Jónsdóttir

Kristín Jónsdóttir

Ég er fædd á Vésteinsholti í Haukadal í Dýrafirði og ólst þar upp. Gekk í Flensborg og síðar Menntaskólann í Reykjavík sem varð vinnustaður minni seinni hluta starfsævinnar en fyrri hlutann var ég grunnskólakennari í Öldutúnsskóla og síðar Mýrarhúsaskóla. Ég hef MA próf í íslenskum bókmenntum. Því varð íslenska sú námsgrein sem ég kenndi í MR en jafnframt sinnti ég kennslu í lífsleikni, byggði hana reyndar upp frá grunni í MR, og forvarnastarfi. Eftir að ég hætti kennslu í MR hef ég haldið námskeið í Íslendingasögum og öðrum fornum bókmenntum í Félagsmiðstöðinni á Aflagranda, í Bókasafni Seltjarnarness og nú síðast í Hraunseli í Hafnarfirði sem er félagsmiðstöð eldri borgara.


Ég hef í 40 ár verið félagi í Alþjóðlegri frímúrarareglu karla og kvenna LE DROIT HUMAIN og var yfirmaður hennar 2010-2017. Sú regla hefur mannréttindi í sem víðustum skilningi að leiðarljósi.













Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Kristín Jónsdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband