Hunds- og kattartrýnin

Um síðustu helgi skrifaði Guðni Ágústsson í Morgunblaðið um breytta hegðun manna þegar kæmi að umgengni við gæludýr. Mikið er ég sammála honum. Undrast hvernig þetta gat orðið svona hjá þjóð sem er hreinlát dagfarslega, allir í sturtu að morgni, þvo fötin sín (allt of ) oft  o.s.frv. Skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér þvínæst að kyssa rass á hundi eða ketti eða fá bragð af skít eða hlandi á varir sínar? Gæludýraeigendum hlýtur að vera ljóst í hverju trýni krúttanna þeirra lenda eða hvert þau leita. Hvernig stendur á þessari hreinlætisþversögn í þjóðfélagi þar sem margir leita allra leiða til að efla heilbrigði og hreysti?


Upphaf

Ákvað að búa mér til bloggsíðu. Hafði einu sinn eina slíka hjá blogcentral.is, fyrir facebooktímann, setti þar inn eitt og annað mér til gamans. Blogcentral lagði upp laupana og síðan er óaðgengileg. Látum á það reyna hvernig mér vegnar hér.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband